Hugmyndin um að kynin séu bara tvö

Það er einfaldlega ekki hægt að skilja hinsegin málefni og hinsegin pólitík án þess að vita örlítið um hvað kynjatvíhyggja er. Auk þess munt þú rekast á þetta orð ansi oft á þessum vef. Kynjatvíhyggjan er alltumlykjandi í samfélaginu okkar í dag. Við sjáum hana til dæmis áþreifanlega í fataverslunum og leikfangabúðum þar sem vörurnar eru kyrfilega merktar eftir því hvort þær eru ætlaðar körlum eða konum, strákum eða stelpum. Sú hugmynd sem þar er undirliggjandi er sú að það séu bara til tvö kyn, þau sé andstaða hvors annars og bæti hvort annað upp. Kynjatvíhyggjan gerir líka ráð fyrir að karlar og karlmennska sé yfirskipuð konum og kvenleika og að karlar séu því virðingarverðari og verðugri einstaklingar en konur. Kynjatvíhyggja er undirstaða kynjakerfisins.