Félag trans einstaklinga á Íslandi

Félagið Trans-Ísland var stofnað árið 2007 með það að markmiði að veita trans fólki á Íslandi stuðning, berjast fyrir bættum réttindum trans fólks og veita fræðslu um málefni þeirra. Félagið er jafnframt helsti málsvari trans fólks hér á landi og stærsti félagslegi vettvangur þess. Þar eru haldnir mánaðarlegir fundir þar sem trans fólk getur fundið félagsskap, kynnst öðru trans fólki og fengið fræðslu. Félagið tekur einnig virkan þátt í Hinsegin dögum og heldur minningardag trans fólks ár hvert, svo dæmi séu tekin.


Trans Ísland