Gagnkynhneigðarhyggja

Gagnkynhneigðarhyggja er kerfi hugmynda sem meðvitað eða ómeðvitað setur fólk sem ekki er gagnkynhneigt skör lægra en það sem er gagnkynhneigt. Gagnkynhneigðarhyggja getur birst hjá einstaklingum, stofnunum og samfélögum.

Meðal þess sem einkennir gagnkynhneigðarhyggju er að gagnkynhneigð og gagnkynhneigt fólk er álitið virðingarverðara en fólk sem ekki er gagnkynhneigt. Afleiðing hennar er meðvituð eða ómeðvituð kerfisbundin andúð í garð fólks sem ekki er gagnkynhneigt. Gagnkynhneigðarhyggja getur líka birst í því að gert er ráð fyrir að allt fólk sé gagnkynhneigt. Slíkar ályktarnir ýta undir jaðarsetningu fólks með aðrar kynhneigðir. Þar sem gagnkynhneigðarhyggja er ríkjandi eru völd og yfirráð, þar með talið skilgreiningarvald, gagnkynhneigðra álitin sjálfsögð.

En á ensku?

Heterosexism eða homofobia


Orð um orð

Gagnkynhneigðarhyggja hefur einnig verið nefnd gagnkynhneigðarremba eða gagnkynhneigðarhroki.


Viltu vita meira?