Hvað eru jaðarkynverundarhópar?
Jaðarkynverundarhópar eru hópar fólks sem er með kynverund sem er frábrugðin því sem samfélagið skilgreinir sem norm. Þetta getur til dæmis átt við um kynhneigð eða kynhegðun fólks (samkynhneigð, pankynhneigð, eikynhneigð, BDSM), um kynvitund þess (að vera trans), um hvernig fólk skilgreinir sambönd sín við annað fólk (t.d. fjölástir), um kyneinkenni (að vera intersex) eða um kynverund sem er öðruvísi en þykir „venjulegt“.
Þetta hugtak hefur ekki verið þýtt áður en hér lögð til þýðingin jaðarkynverundarhópar.
Sexual minorities eða gender and sexual minorities (GSM).