Hvað er kynverund?
Allt það sem fjallað er um á þessum vef snertir með einum eða öðrum hætti kynverund fólks. Kynverundin er veigamikill hluti af sjálfsmynd hverrar manneskju. Kynverund vísar til heildarupplifunar af því að vera kynvera. Hún er samspil kyns, kyngervis, kyneinkenna, kynhneigðar og kynvitundar. Kynverund er breytileg og í mótun alla ævi.