Hvað er kynverund?
Kynverundin er stór hluti af sjálfsmyndar hverrar manneskju og vísar til heildarupplifunar af því að vera kynvera. Hún er samspil kyns, kyngervis, kyneinkenna, kynhneigðar, kyntjáningar og kynvitundar. Kynverund er breytileg og í mótun alla ævi.