Hvað er að vera markkynja?

Að vera díadískur eða markkynja er að vera ekki intersex. Líffræðileg kyneinkenni markkynja fólks eru með öðrum orðum hefðbundin hvað varðar til dæmis kynfæri, hárvöxt, hormóna og kynlitninga.

En á ensku?

Dyadic eða endosex


Orð um orð

Orðin dyadic og endosex hafa ekki verið þýdd á íslensku. Hér gerum við tilraun með þýðinguna markkynja þar sem mark tengist til dæmis markhópi og því að vera markaður. Þannig er markkynja fólk markað kyni sínu út frá kyneinkennum á hefðbundinn hátt (karlar eða konur).