
Kynhneigð
Kynhneigð segir til um hverjum fólk getur laðast að, orðið skotið í eða ástfangið af. Margt fólk hefur fastmótaða kynhneigð alveg frá því það uppgötvar hana fyrst. Þeirra upplifun er sú að kynhneigðin sé fasti sem hafi ekki tekið breytingum og muni ekki taka breytingum. Annað fólk hefur sveigjanlega kynhneigð og lýsir henni til dæmis þannig að á sumum tímabilum í lífi sínu hafi það einkum laðast að körlum en á öðrum tímabilum að konum. Hvort tveggja er jafn eðlileg mannleg upplifun.