Hvað er rómantísk hrifning?
Almennt eru orð sem lýsa kynhneigð, t.d. gagnkynhneigð, talin lýsa bæði vilja til að stunda kynlíf og áhuga á rómantískum samböndum með fólki af tilteknu kyni/kynjum. Sumt fólk vill aftur á móti greina á milli kynferðislegrar og rómantískrar hrifningar. Þetta er sérstaklega gagnlegt fyrir fólk sem skilgreinir sig sem eikynhneigt svo það geti lýst því hvort það kjósi að stofna til sambanda með öðru fólki og þá með hverjum. Kona sem er eikynhneigð og homoromantic hrífst þannig ekki kynferðislega af öðru fólki en hrífst á rómantískan hátt af konum og tekur þátt í rómantísku atferli með þeim, til dæmis leiðir þær eða er í föstu sambandi með þeim. Biromantic lýsir því að hafa áhuga á rómantísku sambandi með fólki af tveimur kynum, heteroromantic með fólki af „gagnstæðu“ kyni, homoromantic með fólki af sama kyni, panromantic með fólki af öllum kynjum. Aromantic fólk hefur ekki áhuga á rómantískum samböndum.
Orð um rómantíska hrifningu hafa ekki verið þýdd en ef til vill mætti gera það á eftirfarandi hátt í samræmi við þýðingar á kynhneigðum: homoromantic – samrómantísk
Romantic attraction
heteroromantic – gagnrómantísk
biromantic – tvírómantísk
panromantic – panrómantísk
aromantic – eirómantísk