Klæðskipti
Með klæðskiptum er yfirleitt átt við að fólk klæðist fötum sem almennt eru talin tilheyra gagnstæðu kyni, til dæmis karlmaður sem er í fötum sem okkar menning álítur kvenföt. Ekki er átt við þau tilfelli þar sem fólk klæðist slíkum fötum í leiksýningu eða listgjörningi; það er nefnt drag.
Mikilvægt er að gera greinarmun á trans fólki og fólki sem stundar klæðskipti en orðið klæðskiptingur hefur stundum verið notað á niðrandi hátt yfir trans fólk.
Klæðskipti segja hvorki til um kynvitund né kynhneigð fólks.
Orðið transvestite var áður fyrr notað á ensku en nú hefur það vikið fyrir orðinu crossdresser. Transvestite þykir niðrandi og er oft notað til að gera lítið úr fólki.
Crossdressing