Kynsegin / trans fólk utan kynjatvíhyggju

Kynsegin er hugtak sem nær yfir fólk sem skilgreinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins (og er því einnig trans). Sumt kynsegin fólk er t.d. karlkyns og kvenkyns, annað hvorki karlkyns né kvenkyns eða skilgreinir ekki kyn sitt. Kynsegin er því í raun regnhlífarhugtak undir regnhlífarhugtakinu trans.

Athugið að hér er ekki verið að vísa til líffræðilegra kyneinkenna fólks heldur kynvitundar, þ.e.a.s. upplifunar fólks af kyni sínu



Sumt kynsegin fólk kýs að notuð séu kynhlutlaus persónufornöfn á borð við hán í staðinn fyrir hann eða hún þegar rætt er um það. Annað kynsegin fólk notar hann eða hún; það er persónulegt val hvers og eins. Hið sama má segja um beygingar lýsingarorða; sumt kynsegin fólk kýs að notað sé hvorugkyn (til dæmis: ég er svangt) en annað kynsegin fólk notar kvenkyn eða karlkyn. Engin ein leið er rétt í þessum efnum og mikilvægt er að virða val hvers og eins.

Teikning eftir Öldu Villiljós

En á ensku?

Genderqueer

Önnur orð sem notuð eru yfir kynsegin fólk:

Non-binary
Genderfluid
Genderfuck
Agender
Androgynous
Bigender



Viltu vita meira?