Hvað eru fjölástir?

Fjölástir eru sambandsform þar sem fólk er í upplýstum og meðvituðum ástarsamböndum með fleiri en einum aðila í einu. Grundvallaratriði í fjölástum eru opin samskipti þar sem fólk ákveður reglurnar fyrir sín sambönd sjálft í fullu samráði við alla aðila. Fjölásta sambönd geta tekið á sig margvíslegar myndir. Ein manneskja getur átt í sambandi við tvo aðila en þeir tveir aðilar ekki við hvorn annan en þá er talað um V samband. Einnig eru til þríhyrnings-sambönd þar sem þrír aðilar eru í sambandi hver með öðrum. Í fjölásta samböndum er framhjáhald skilgreint sem hvers konar brot á þeim samingi sem þú gerðir við það fólk sem þú ert í sambandi með.

Fjölástir eru oft taldar vera á jaðri hinsegin samfélagsins. Hérlendis er ekki til formlegt félag fjölkærra en fjölástir þekkjast vel innan hinsegin samfélagsins. Líkt og meðal BDSM-hneigðra eru baráttumálin að einhverju leyti þau sömu: að fólk fái að elska þau sem það vill á þann hátt sem það vill án dóma samfélagsins – svo lengi sem ástin er á milli fullorðinna einstaklinga sem taka ákvörðunina með upplýstu og óþvinguðu samþykki.



Að vera fjölkær

Manneskja sem kýs fjölásta sambönd umfram lokuð sambönd tveggja aðila er sögð fjölkær eða fjölelskandi.


En á ensku?

Polyamory

Polyamorous – fjölkær/fjölelskandi
Polyamory – fjölástir



Viltu vita meira?