Hinsegin dagar í Reykjavík eru sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök sem hafa það að markmiði að skipuleggja stærstu hinsegin menningarhátíð Íslands sem haldin er í ágúst ár hvert. Það var stofnað sumarið 2000 í kjölfarið á vel heppnaðri hinsegin helgi í lok júní 1999 þar sem 1500 mættu, öllum að óvörum. Síðan þá hefur hátíðin vaxið með miklum hraða og starfsemi félagsins með. Í dag eru Hinsegin dagar í Reykjavík sex daga menningarhátíð og dagskráin á laugardeginum, með gleðigöngu og tónleikum á Arnarhóli, þriðja stærsta útihátíðin á landinu.

Hinsegin dagar í Reykjavík