Þegar félag samkynhneigðra stúdenda var stofnað, þá var það auglýst sem félag fyrir háskólanema.

Þótt að ég væri í námi, þá var ég nú ekki nema í framhaldsskóla, svo að þetta virkaði ekki á mig sem félag sem myndi bjóða mér að vera „memm“. Seinna meir þróaðist félagið og varð að Q-félaginu.

Þetta var félag hinsegin stúdenta, og opnaði arma sína fyrir öllum þeim sem eru í námi eftir grunnskóla. Ekki var spurt að aldri, og allir velkomnir inn um dyrnar.

Þarna gat maður stokkið til eitt og eitt kvöld, og tekið í spil eða sungið karaoke með hinum nemendunum sem langaði til þess að gera allt annað en heimavinnu eitt kvöld. Þetta var líka fyrirtaks hittingur fyrir þá sem féllu á milli þess að vera ungliðar og fullorðnir, enda mismunandi viðburðir, eða bara hangs. Já, Q var oft stuð. Og stundum bara, Q-kósí.

Nafnlaus innsending