Hvað er sjálfsmyndarpólitík?

Sjálfsmyndarpólitík byggir á greiningu á og meðvitund ákveðinna hópa um eigin jaðarsetningu og kúgun. Hún felur í sér að jaðarsettir hópar hafna viðteknum skoðunum meirihlutasamfélagsins um að meðlimir hópsins séu náttúrulega undirskipaðir og að sú skipun eigi sér eðlilegar orsakir. Þess í stað gengur sjálfsmyndarpólitík út á að efla meðvitund hópsins um eigin stöðu og sögu og umbreyta sjálfsvitund einstaklingsins og samfélagi hinna jaðarsettu. Sjálfsmyndarpólitík var undirstaða réttindabaráttu homma og lesbía á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar en þekkist einnig meðal annarra jaðarsettra hópa svo sem kvenna og fatlaðs fólks.

En á ensku?

Identity politics