Trans femínismi

Trans femínismi sprettur upp úr jarðvegi samtvinnunar. Trans femínismi leggur áherslu á að hagsmunir trans kvenna og trans fólks sé best borgið með femínískri nálgun á málefni þeirra. Trans femínismi er að hluta til andsvar við transútilokandi femínisma (TERF) og leggur því áherslu á að tilvist trans kvenna sé ekki ógnun við aðrar konur. Þvert á móti eigi trans konur og aðrar konur fjölmarga þætti sameiginlega og samstaða þeirra gegn feðraveldinu og öðrum kúgandi öflum sé lykilþáttur í allri mannréttindabaráttu. Þá fjallar trans femínismi einnig um það hvernig gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja styðja og næra kynjakerfið. Dæmi um femínista sem aðhyllast þetta sjónarhorn eru Julia Serano, Kate Bornstein og Raewyn Connell.