Félag kvenna um réttindabaráttu samkynhneigðra

Félagið var stofnað árið 1985 sem félagsskapur kvenna innan réttindabaráttu samkynhneigðra þar sem karlar höfðu ráðið ríkjum allt frá því að Samtökin ’78 voru stofnuð árið 1978. Íslensk-lesbíska hafði það markmið að mynda vettvang fyrir félagslíf og réttindabaráttu samkynhneigðra kvenna. Það hafði aðsetur í Hótel Vík þar sem kvennaframboðin og önnur femínísk samtök voru til húsa. Þar hélt félagið opið hús einu sinni í viku og var með símatíma. Margt er á huldu um félagið og þær konur tóku virkan þátt í starfi þess. Þó er ljóst að það myndaði til skamms tíma eins konar brú milli kvennabaráttunnar og réttindabaráttu samkynhneigðra. Þrátt fyrir það virðast samkynhneigðar konur ekki hafa átt uppi á pallborðið hjá kvennahreyfingunni og rödd þeirra var heldur ekki ýkja sterk framan af innan Samtakanna ’78. Enda fór það svo að félagið átti í vandræðum með halda starfseminni gangandi og hún lagðist af.

Elísabet Þorgeirsdóttir hefur fjallað um stofnun og starf félagsins í Dagskrárriti Hinsegin daga í Reykjavík 2016.

Íris Ellenberger gerði sögu félagsins skil í fyrirlestrinum Fæðing hinnar íslensku lesbíu og greininni Lesbía verður til.