Hagsmunafélag kvenna sem laðast að konum
KMK er hagsmunafélag kvenna sem laðast að öðrum konum. Það var upphaflega aðallega ætlað samkynhneigðum og tvíkynhneigðum konum. Félagið var formlega stofnað 7. mars 1993 en á rætur að rekja til félagsins Íslensk lesbíska. KMK er umfram allt félagslegur vettvangur en markmiðið með stofnun þess var að „efla tengsl meðal lesbía og tvíkynhneigðra kvenna með því að stuðla að félagslífi, auka samstöðu og samheldni og efla meðvitund kvenna í mannréttindabaráttu samkynhneigðra og tvíkynhneigðra.“ Félagið skipuleggur ýmsa viðburði, heldur gjarnan Góugleði á vorin og stendur fyrir blakæfingum í samvinnu við íþróttafélagið Styrmi.