Þessi vefsíða er ekki ritrýnd og henni er ekki ætlað að vera fræðilegs eðlis. Hún lýtur því ekki fræðilegum kröfum þegar kemur að heimildanotkun. Þegar við á er vísað í þær heimildir sem byggt var á við gerð textans. Þegar heimilda er ekki getið er það almennt vegna þess að þekkingin liggur enn einkum hjá grasrótinni. Það þýðir að þekkingin ferðast um munnlega, á samfélagsmiðlum, verður til á fundum grasrótarfélaga og svo framvegis. Þetta á til dæmis við um skilgreiningar á hugtökum sem tengjast sjálfsmyndinni. Þessi þekking er mikilvæg og undirstaða allrar fræðilegrar þekkingar.