Það er alls ekki einfalt mál að skrifa um hinsegin málefni á íslensku. Mörg hugtök sem tengjast hinsegin veruleika hafa ekki verið þýdd og eru tekin beint úr ensku. Á þessari vefsíðu höfum við gert tilraun til að þýða velflest þeirra hugtaka sem fyrir koma. Í þeim tilfellum þar sem orðin eru ný eða umdeild höfum við bætt við skýringum.

Í einhverjum tilfellum notuðum við orð sem komu fram í nýyrðasamkeppni Samtakanna ’78 veturinn 2015. Við þiggjum með þökkum ábendingar og athugasemdir um orðanotkun á þessum vef.

Sendu okkur ábendingu um orðalag