Jaðarsetning og jaðarsettir hópar 

Jaðarsetning er ferli þar sem tilteknum hópum samfélagsins er ýtt út á jaðar þess. Þessir hópar hafa þá ekki jafn greiðan aðgang að völdum, upplýsingum, menntun og virðingu í samfélaginu. Tilvera þeirra er í sumum tilfellum litin hornauga. Hindranirnar geta verið áþreifanlegar eða duldar. Sem dæmi má nefna reglur um að nemendur verði að nota það nafn sem er skráð á þá í opinberum gögnum skólans. Þessi regla er mjög jaðarsetjandi fyrir trans fólk og takmarkar aðgengi þess að menntun. Duldara ferli jaðarsetningar getur til dæmis birst í ýmiss konar fordómum, viðvarandi öráreitni eða því að þögn ríki um tilvist hinsegin fólks í sögubókum.

En á ensku?

Marginalisation og marginalised groups