Hvað er síshyggja?

Síshyggja er kerfi hugmynda sem setur trans fólk skör lægra en sís fólk. Rétt eins og gagnkynhneigðarhyggja getur síshyggja birst hjá einstaklingum, stofnunum og í samfélagsgerðinni sjálfri.

Síshyggja getur birst í neikvæðum staðalmyndum um trans fólk, til dæmis að það sé veikt á geði eða ófært um að ala upp börn. Síshyggja lýsir kerfisbundinni andúð í garð trans fólks sem í sinni öfgafyllstu mynd birtist í ofbeldi og morðum á trans fólki.

En á ensku?

Cis-sexism eða transphobia


Orð um orð

Sís eða cis er latneskt forskeyti sem merkir „hérna megin við“; manneskja sem er sískynja eða cis-gendered er þannig „sömu megin“ og kynið sem henni var úthlutað við fæðingu. Stafsetning forskeytisins hefur verið löguð að íslensku: sís.

Orðið síshyggja er nýtt og hefur ekki verið notað áður en það er í samræmi við orðin sískynja og gagnkynhneigðarhyggja. Einnig kallað transfóbía.