Hvað er kynjakerfið?
Kynjakerfið vísar til ríkjandi hugmynda um kyn, kyngervi og kynhneigð. Hugtakið er notað til að greina hvernig mismunun á grundvelli þessara persónueinkenna virkar í samfélaginu. Samkvæmt kynjakerfinu eru bara tvö kyn, karl og kona. Kynjakerfið byggir því á kynjatvíhyggju. Karlar búa yfir karlmennsku og konur yfir kvenleika. Kynin eru því andstæðupar sem þýðir að þau bæta hvort annað upp og þar með mynda karl og kona hið fullkomna par. Kynjakerfið gerir því líka ráð fyrir því að fólk sé sís og gagnkynhneigt, því ef karl og kona mynda fullkomna heild hljóta annars konar sambönd að vera ófullkomin. Andstæður eru alltaf tengdar innbyrðis og reiða sig hvor á aðra og karlmennska er því aðeins það sem kvenleiki er ekki og öfugt. Ef enginn kvenleiki væri til þá væri karlmennska jafnframt úr sögunni.
Undirskipun
Þegar við hugsum um andstæður er algengt að annað fyrirbærið sé hærra í virðingarstiganum en hitt og þannig verður annað stakið í jöfnunni ráðandi og sýnilegra. Vesturlönd ráða yfir Austurlöndum, karlar eru í betri samfélagsstöðu en konur og það þykir betra að vera gagnkynhneigður en samkynhneigður. Hitt stakið er undirskipað og annars flokks, stundum jafnvel ósýnilegt eins og hinsegin tilvera hefur lengi verið, en samt alltaf til staðar. Ríkjandi þáttur í kynjakerfinu er einmitt undirskipun kvenna sem karlmenn sem hópur njóta góðs af og þannig er hugtakið skýrt á heimasíðu Jafnréttisstofu.
Andstæðupör fela fjölbreytileikann
Vandamálið við andstæður er að það er í eðli þeirra að fela fjölbreytileika og gera fólki ómögulegt að ímynda sér að það sé til fólk sem fellur ekki í annan hvorn flokkinn. Þetta veldur því að hinsegin fólk er ýmist smættað niður í staðalmyndir eða gert ósýnilegt. Kynjakerfið gerir aðeins ráð fyrir tveimur kynjum sem veitir svigrúm fyrir tilvist sam- og tvíkynhneigðra og ákveðinna trans einstaklinga. Aftur á móti er kerfið þannig upp byggt að þar er ekkert pláss fyrir fólk sem hafnar tvíhyggjunni eða gengur þvert á hana, svo sem kynsegin trans fólk og pankynhneigt fólk. Þannig getur kynjakerfið útskýrt hvers vegna hinsegin fólk er jaðarsett í flestum samfélögum og gefið okkur hugmynd um hvernig jaðarsetning virkar.
Teikning eftir Öldu Villiljós[/caption]
Gender system eða patriarchy (feðraveldi)