Hvað eru sískynja viðmið?

Sískynja viðmið eru sú ályktun að allt fólk sé sískynja. Þessi viðmið eru innbyggð í vestræna menningu og gegnsýra þankagang flests fólks. Það sést til dæmis á því að flest fólk ályktar að kyn barns sé ákvarðað út frá kynfærum þess. Í heimi þar sem sískynja viðmið væru ekki ríkjandi myndu foreldrar ekki ákvarða kyn barnsins út frá kynfærum þess heldur bíða og sjá hvernig kynvitund barnsins þróast og leyfa því sjálfu að skilgreina sig.

Teikning eftir Öldu Villiljós

En á ensku?

Cisnormativity


Orð um orð

Cisnormativity hefur ekki áður verið þýtt á íslensku en beinast liggur við að tala um sískynja viðmið í samræmi við gagnkynhneigð viðmið. Dæmi finnst þó um notkun hugtaksins sískynja norm.