Hvað er að vera „butch“?

Orðið er oftast notað um hinsegin konur sem samfélagið lítur á sem karlmannlegar, til dæmis í klæðaburði og vali á áhugamálum.

Butch er stundum notað á niðrandi hátt og er þá kannski sambærilegt við íslensku orðin trukkalessa eða trukkur, sem einnig eru niðrandi orð um „karlmannlegar“ lesbíur. Í öðrum tilfellum er orðið notað af lesbíum eða öðrum hinsegin konum sem skilgreina sig sem butch og er þá ekki niðrandi.

En á ensku?

Butch, Masculine of Center (MOC), stud


Orð um orð

Í Hýryrðasamkeppni Samtakanna ’78 haustið 2015 var óskað eftir tillögum að þýðingu á orðinu butch en dómnefnd taldi að engin þeirra tillagna sem bárust væri nægilega góð.