MSC Ísland var stofnað árið 1985 og starfaði til 2011. Félagið var félag homma en stofnendur þess voru þeir sömu og stofnuðu Iceland hospitality. Þeim fannst vanta skemmtanavettvang fyrir homma hérlendis og helsta markmið félagsins var því að standa fyrir viðburðum þar sem hommar gætu kynnst hvor öðrum. Litu félagar svo á að starfið væri mikilvægur hlekkur í réttindabaráttu samkynhneigðra sem með þessu móti gætu komið úr felum og krafist viðurkenningar. Félagið var gjarnan kennt við leður og leðurhomma og var um tíma virkt innan Evrópusamtaka leðurklúbba (ECMC).