Hvað er bleikþvottur?

Hugtakið bleikþvottur lýsir því hvernig þjóðríki og fyrirtæki nota hinsegin fólk og málefni þeirra til að skapa sér jákvæða ímynd. Upphaflega var hugtakið myndað til að lýsa því hvernig Ísraelsríki hefur auglýst Ísrael sem hinsegin ferðamannaparadís til að draga athygli umheimsins frá mannréttindabrotum þeirra gagnvart Palestínufólki. Jafnframt er ímyndarsköpuninni ætlað að draga upp þá mynd að Palestínufólk og múslimar séu andsnúin hinsegin fólki. Hinseginvæn ímynd verður þannig vopn í deilum Ísraelsríkis við Palestínufólk og breiðir jafnframt yfir starf palestínskra hinsegin aktívista og bandamanna þeirra. Bleikþvottur tengist þannig hinsegin þjóðernishyggju náið.

Bent hefur verið á að hugtakið megi yfirfæra yfir á önnur ríki, til dæmis Bandaríkin, sem stunda stórfelld mannréttindabrot en reyna samt sem áður að skapa jákvæða ímynd af sér út á við, annaðhvort með því að undirstrika hversu gott það sé að vera hinsegin í viðkomandi ríki eða með opinberum styrkjum til hinsegin starfsemi erlendis.

En á ensku?

Pinkwashing


Orð um orð

Bleikþvottur hefur einnig verið notað yfir markaðsvæðingu baráttunnar gegn brjóstakrabbameini. 


Viltu vita meira?