Að vera sís/sískynja

Sís er lýsingarorð og forskeyti sem er notað um fólk sem upplifir sig á þann hátt að það tilheyri því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Sís kona er til dæmis kona sem var úthlutað kyninu „stelpa“ við fæðingu og er sátt við það. Orðinu er oft stillt upp sem andheiti við orðið trans.

Orðið er sambærilegt við orðið gagnkynhneigð að því leyti að það á við um meirihlutann. Bæði orðin urðu til eftir að hinsegin fólk, í þessu tilfelli trans fólk, bjó til orð til að lýsa sínum veruleika. Þá varð einnig til þörf til að lýsa þeim sem ekki búa við þennan veruleika; að lýsa meirihlutanum og norminu.

En á ensku?

Cis-gender


Orð um orð

Cis- er latneskt forskeyti sem merkir „hérna megin við“; manneskja sem er sískynja eða cis-gendered er sem sagt „sömu megin“ og kynið sem henni var úthlutað við fæðingu. Stafsetning forskeytisins hefur verið löguð að íslensku: sís.