Félag kynsegin fólks
Kynsegin Ísland er ekki eiginlegt félag heldur hópur fólks sem samsamar sig ekki eingöngu kven- eða karlkyni heldur báðum, engu kyni eða einhverju öðru. Aðalvettvangur Kynsegin Íslands er lokaður hópur á Facebook sem er jafnframt vettvangur fyrir fólk sem fellur utan kynjatvíhyggjunnar til að spjalla saman, kynnast fólki í svipaðri stöðu og skiptast á upplýsingum. Fulltrúar hópsins taka einnig þátt í ýmsum opinberum fræðslu- og umræðuviðburðum.