Dæmin sanna að kynhneigð getur tekið breytingum hjá sumu fólki eftir æviskeiðum, lífshlaupi og aðstæðum. Það eru til ótal orð yfir ólíkar kynhneigðir og ný orð virðast spretta upp á hverju ári. Orðin spretta upp af þörf okkar fyrir að tjá okkur um það sem við upplifum. Þau eru ekki gerð eða sett hér fram í þeim tilgangi að múra fólk inn í hólf eða flokka heldur til þess að við getum tjáð margbreytileika mannlífsins. Sumt fólk kýs að skilgreina ekki kynhneigð sína, segir hana einfaldlega vera „hinsegin“ eða gefur ekkert svar. Það er nákvæmlega jafn gott og gilt og að skilgreina sig í einhverjum þeirra flokka sem við eigum í dag.

Hér má sjá nokkur þeirra orða sem eru hvað algengust í umræðunni í dag: