Hvað er fjölkynhneigð?
Hugtakið fjölkynhneigð hefur tvenns konar merkingu. Annars vegar merkir það að laðast að fólki af fleiri en tveimur kynjum en þó ekki fólki af öllum kynjum eins og pankynhneigt fólk gerir. Hins vegar er það notað sem regnhlífarhugtak yfir þær hneigðir sem vísa til þess að fólk hrífist af manneskjum af fleiri en einu kyni. Tvíkynhneigð er þannig dæmi um fjölkynhneigð.
Polisexuality