Samtökin ’78 bjóða upp á ókeypis ráðgjöf til hinsegin fólks, aðstandenda hinsegin fólks og fagfólks sem fjölmargir nýta sér árlega. Fullur trúnaður gildir um ráðgjöfina. Boðið er upp á ráðgjöf vegna persónulegra mála, félags- og sálfræðiráðgjöf og lögfræðiráðgjöf. Hægt er að fá einstaklingsviðtöl eða koma fleiri saman, t.d. par, vinir eða fjölskyldur.
Hvað get ég rætt við sál- eða félagsráðgjafa?
Dæmi um viðfangsefni sem rædd eru hjá sál- og félagsráðgjöfum:
- Að koma út sem trans
- Að koma út sem samkynhneigð/tvíkynhneigð/pankynhneigð/eikynhneigð
- Óvissa um kynhneigð eða kynvitund
- Samskipti við fjölskyldu og vini
- Ráðgjöf til skóla og kennara vegna málefna hinsegin nemenda
- Ráðgjöf til fagfólks sem starfar með hinsegin fólki, t.d. hjúkrunarfræðinga eða sálfræðinga
- Fyrstu skrefin sem hinsegin
- Þunglyndi eða kvíði
Hægt er að panta ráðgjöf í síma 552 7878 eða með tölvupósti á skrifstofa@samtokin78.is – fyllsta trúnaðar er gætt. Samtökin ’78 bjóða bæði upp á viðtöl í síma og viðtöl sem eru tekin í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3. Húsnæðið er aðgengilegt fyrir fólk sem notar hjólastól.
Hafðu samband – það er fyrsta skrefið!