Hvað er eikynhneigð?

Hugtakið vísar til þess að laðast aldrei eða nær aldrei kynferðislega að öðru fólki. Sumt eikynhneigt fólk hefur kynhvöt en hefur ekki áhuga á að fullnægja henni með öðru fólki. Annað eikynhneigt fólk hefur litla eða enga kynhvöt. Sumt eikynhneigt fólk hefur eingöngu áhuga á rómantískum samböndum og/eða ókynferðislegri snertingu (til dæmis faðmlögum og kúri) með öðru fólki. Fólk sem hefur ekki áhuga á rómantískum samböndum telst eirómantískt.


En á ensku?

Asexuality eða ace



Orð um orð

Gerðar hafa verið tilraunir til að nota orðið ókynhneigð yfir það að vera asexúal en þær hafa fallið í grýttan jarðveg hjá íslensku asexúal fólki enda er orðið fremur óaðlaðandi. Í nýyrðasamkeppni Samtakanna ’78 árið 2015 kom fram tillagan eikynhneigð. Ekki er komin reynsla á notkun þess orðs en hér er það notað í tilraunaskyni. Hérlendis eru einnig notuð orðin asexúal og ás.


Viltu vita meira?