Hvað er karlkynhneigð?

Karlkynhneigð er notað yfir það að hrífast einkum að körlum eða fólki sem samfélagið álítur karlmannlegt. Konur sem hrífast af körlum eru því karlkynhneigðar, þó mun algengara sé að þær séu sagðar gagnkynhneigðar. Karlar og kynsegin fólk sem hrífst af körlum eða „karlmannlegum“ eiginleikum er líka karlkynhneigt. Þetta orð felur ekki í sér þá ályktun að kynin séu tvö og gagnstæð og hampar því ekki kynjatvíhyggjunni á sama hátt og orðið gagnkynhneigð gerir.


En á ensku?

Androsexuality