Stuðnings­- og fræðslufélag fólks með BDSM­-hneigðir

BDSM á Íslandi er stuðnings-­ og fræðslufélag fólks með BDSM­-hneigðir. Heimasíða þess fór í loftið 31. desember 1997 en félagið var formlega stofnað í ársbyrjun 1998. Félagið heldur fræðslufundi, námskeið og viðburði með reglulegu millibili. Í lögum þess kemur fram að tilgangur þess sé meðal annars að BDSM-fólk verði sýnilegt, viðurkennt og njóti fullra mannréttinda í íslensku samfélagi, að standa fyrir fræðslu og að halda úti virkri réttindabaráttu. BDSM á Íslandi hlaut hagsmunaaðild að Samtökunum ’78 haustið 2016.



BDSM á Íslandi