Fordómalaus vettvangur fyrir samsöng
Hinsegin kórinn var stofnaður árið 2011. Markmið hans er að vera fordómalaus vettvangur þar sem fólk getur hist og notið söngs saman, vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu, vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks.