Mig vantaði leið til að komast inn í hinsegin samfélagið. Videókvöld eða opin hús voru ekki eitthvað sem hentaði mér. En ég vissi að ég gat sungið þannig að ég gekk í kórinn. Þess vegna tel ég að kórinn sé bráðnauðsynlegur fyrir hinsegin samfélagið. Því þarna var kominn enn annar vettvangur fyrir hinsegin fólk til að hittast. Og hvað mig snertir var enginn annar vettvangur sem hentaði.

Og ég er alveg á því að kórinn hafi bjargað lífi mínu, á svo margan hátt. Í dag finnst mér kórinn vera fjölskyldan mín og ég kynntist mörgum af mínum nánustu vinkonum og vinum í gegnum hann.

Kórinn auðveldaði mér líka að vera opin út á við, t.d. í vinnunni, með kynhneigð mína. Oft hafa skapast mjög skemmtilegar umræður á kaffistofunni um hinsegin og hinsegin málefni bara út frá einni einfaldri spurningu eins og: „Í hvaða kór eru?“ Kórinn var líka tengingin mín inn í Samtökin ’78. Eftir að ég gekk í hann varð ég miklu virkari innan Samtakanna.

 

Nafnlaus innsending